Skip to product information
1 of 1

Klei Atelier

Kvöldnámskeið - 4. DESEMBER

Kvöldnámskeið - 4. DESEMBER

Regular price 16.900 ISK
Regular price Sale price 16.900 ISK
Sale Sold out
Tax included.
  • Dagsetning: 4. desember  
  • Staðsetning: Baldursgata 36, 101 Reykjavík
  • Lengd námskeiðs:  18:00-20:30 
  • Verð: 16.900,- 
  • Innifalið: Allur efniviður, hrá+gljábrennslur. Lífrænt te og kaffi ásamt hollu snarli. 
  • Tungumál: Íslenska, English
  • Getustig: Byrjendur og lengra komnir

Uppgötvaðu listina við að búa til þinn eigin persónulega keramikhlut í Klei atelier. 

Námskeið þar sem þú getur leyft sköpunarkraftinum að blómstra og fengið innblástur á meðan þú lærir undirstöðu atriði í handmótun í fallegu umhverfi. Hvort sem þín sýn er bolli með handfangi eða engu handfangi, vasi eða skál - allt er í boði og möguleikarnir endalausir. 

Undir leiðsögn Huldu sem er menntuð frá Keramikdeild í Myndlistaskóla Reykjavíkur, munt þú ná að lífga upp á þína sýn og koma þínum hugmyndum í verk. 

Sundurliðun námskeiðs:

  • Helstu handmótunaraðferðir kynntar
  • Nemendur prufa sig áfram með aðferðir og handmóta sínar hugmyndir 
  • Nemendur velja hvort þeir vilji láta glerja sinn hlut með glærum glerung eða lituðum. 
  • Leirmunir sem nemendur handmóta eru hrábrenndir og gljábrenndir að námskeiði loknu og afhendast að jafnaði 10-14 dögum eftir námskeið. 
View full details